Samþykktir

SAMÞYKKTIR FYRIR HLUTAFÉLAGIÐ

Articles of Association FOR THE LIMITED LIABILITY COMPANY

Útgerðarfélag Reykjavíkur hf.

1. gr.

Félagið er hlutafélag og nafn þess er Útgerðarfélag Reykjavíkur hf.

Article 1

The company is a limited liability company (hf) and its name is Útgerðarfélag Reykjavíkur hf.

2. gr.

Lögheimili félagsins er Fiskislóð 14, 101 Reykjavík.

Article 2

The company´s domicile is at Fiskilóð 14, 101 Reykjavík.

3. gr.

Tilgangur félagsins er rekstur útgerðar og fiskvinnslu, verslun með sjávarafurðir, svo og rekstur fasteigna og lánastarfsemi.

Article 3

The objective of the company is fisheries and fish processing, and engage in activities concerning the trading of seafood products, operation of real estate and money lending.

4. gr.

Hlutafé félagsins er kr. 649.320.836,00 – sexhundruðfjörutíuogníumiljónirþrjúhundruðogtuttuþúsundkrónur 836/1000 – Hver hlutur er að fjárhæð kr. 1,00 ein króna 00/100 að nafnvirði eða margfeldi þeirrar fjárhæðar.

Article 4

The company´s share capital is ISK 649,320,836.00 – sixhundredfortyninemillionthreehundreadandtwentythousandkronas 839/1000 Each share amounts to ISK 1.00 – ISK one 00/100 at nominal value or the multiply of the aforementioned amount.

5. gr.

Heimilt er að hækka hlutafé félagsins með ályktun hluthafafundar og þarf til þess sama magn atkvæða og til breytinga á samþykktum þessum. Hluthafar skulu hafa forgangsrétt að öllum nýjum hlutum í hlutfalli við hlutafjáreign sína. Hluthafafundur einn getur ákveðið lækkun hlutafjár.

Article 5

Increasing the company´s share capital is permissible subject to a resolution by a shareholders meeting, requiring the same number of votes as for amending these Articles of Association. The shareholders shall have a pre-emptive right of purchase to all new shares in proportion with their shareholding. A shareholders meeting alone may decide to decrease the share capital.

6. gr.

Stjórn félagsins skal halda hlutaskrá samkvæmt lögum og skulu þar hlutir eða hlutabréf skráð í númeraröð og skal fyrir sérhvern hlut eða hlutabréf taka fram nafn, kennitölu og heimilisfang hvers einstaks hluthafa. Taki hlutabréf til tveggja eða fleiri hluta skal hlutaskráin jafnframt geyma upplýsingar um númer slíks hlutabréfs og nafnverð þeirra.

Í hlutaskrá skal enn fremur vera að finna skrá um hluthafa í stafrófsröð og skal tekið fram um hlutafjáreign hvers hluthafa.

Verði eigendaskipti að hlut skal nafns hins nýja hluthafa fært í hlutaskránna þegar hann eða löglegur umboðsmaður hans tilkynnir eigendaskiptin og færir sönnur á þau. Enn fremur skal geta eigendaskipta- og skráningardags.

Hlutaskrá skal ætíð geymd á skrifstofu félagsins og eiga allir hluthafar og stjórnvöld aðgang að henni og mega kynna sér efni hennar.

Article 6

The company´s board of directors shall keep a Share Register according to law and therein shares on issued shares shall be registered in a numerical order and for each share or issued share the name, identification number and address of each shareholder shall be registered. If an issued share entails two or more shares the Share Register shall include information about then umbers of such shares and their nominal value.

Furthermore the Share Register shall include a lost of all shareholders in alphabetical order and the nominal value of shares held by each shareholder.

Should a change of share ownership occur, the new shareholders name shall be registered in the Share Register when he or his legal representatives notifies of the transfer and proofs its validity. The transfer date and the registration shall under such circumstances be registered.

The Share Register shall at all times be kept at the offices of the Company and all shareholders and the authorities shall have access to it to study its contents.

7.gr.

Þegar hluthafi hefur greitt hlut sinn að fullu til félagsins fær hann hlutabréf og veitir það honum full réttindi þau er samþykktir félagsins mæla fyrir um. Hlutabréf félagsins skulu gefin út af stjórn þess og skulu allir stjórnarmenn setja nöfn sín undir þau. Nöfn má rita með vélrænum hætti.

Heimilt er að gefa út eitt hlutabréf vegna heildarhlutafjáreignar hvers hluthafa eða dreifa hlutafjáreigninni niður á fleiri bréf.

Félaginu skal vera heimil útgáfa og skráning hlutabréfa á rafrænu formi.

Article 7

Once a shareholder has paid for his share in full the share shall be issued and delivered to him, the issued share grants him all rights provided by the Company´s Articles of Association. The shares shall be issued by the Company´s board of directors and all members of the board shall sign them. Then names of board members may be typed on an issued share.

It is permitted to issue a single share evidencing total shareholding of a shareholder or divide the total shareholding of a shareholder.

The Company is permitted to issue and register shares electronically.

8. gr.

Hlutabréf félagsins skulu vera tölusett með áframhaldandi númerum. Þau skulu hljóða nafn eiganda. Í hlutabréfi skal greina:

a. Nafn, heimili og kennitölu félagsins.

b. Fjárhæð hlutar.

c. Útgáfudag hlutabréfs.

d. Dagsetningu félagssamþykkta.

e. Heimild til að ógilda hlutabréf án dóms þar sem slíkt á við.

Article 8

The shares in the company shall in numerical order. Shares shall be issued to the name of a shareholder. The issued share shall include the following:

a. Name, domicile and registration number of the Company

b. Value of share

c. Issue date of share

d. Date of the Company´s Articles of Association.

e. Authorization to invalidate share without court decision when applicable.

9. gr.

Nú glatast hlutabréf eða eyðilegst og skal þá eigandi fá nýtt bréf jafnskjótt og félagsstjórninni hafa verið færðar sönnur á, að fenginn hafi verið ógildingardómur á hinu glataða bréfi eða hlutabréfið hafi verið ógild með birtingu áskorunar í Lögbirtingablaði, enda greiði hann allan kostnað við það.

Ef hlutabréf skemmist, en þó verður eigi villst um tölu þess og efni, getur eigandi þess fengið nýtt hlutabréf á sinn kostnað gegn því að skila aftur hinu skemmda bréfi.

Ákvæði um að ógilda megi hlutabréf með birtingu áskorunar í Lögbirtingablaði skal prenta á öll hlutabréf.

Article 9

If an issued share is lost or destroyed the owner shall be issued a new share as soon as it has been proven to the board of directors that the old share have been invalidated by court decision or the issued share has been invalidated by the means of public notification in the Legal Gazette. The shareholder bears all cost in relation to the issuance of new shares in the aforementioned instances.

If an issued share is damaged, but no doubt as to its number and material, the shareholder can at own cost be issued a new share against delivery of the damaged one.

Provisions regarding invalidation if shares by the means of public notification in the Legal Gazette shall be printed on issued shares.

10. gr.

Eigandaskipti að hlutum í félaginu öðlast ekki gildi gagnvart því fyrr en stjórn þess hefur verið tilkynnt það skriflega.

Stjórn félagsins hefur forkaupsrétt fyrir félagsins hönd að fölum hlutum. Að félaginu frágengnu hefur hver hluthafi forkaupsrétt að hlutum í hlutfalli við hlutafjáreign sína. Verði ágreiningur um verð hluta, skal það ákveðið með mati tveggja óvilhallra manna sem dómkvaddir skulu til þess starfa. Forkaupsréttarhafi hefur eins mánaðar frest til að beita forkaupsrétti sínum og telst fresturinn frá tilkynningu til stjórnar um tilboð. Þá mega eigi líða fleiri en tveir mánuðir frá því að kaup voru ákveðin og þar til kaupverð er greitt.

Eigandaskipti vegna erfða lúta ekki framangreindum forkaupsréttarreglum.

Óheimilt er að veðsetja eða gefa hluti í félaginu án samþykkis félagsstjórnar.

Sá sem eignast hlutabréf í félaginu getur ekki beitt réttindum sínum sem hluthafi nema nafn hans hafi verið skráð í hlutaskrá eða hann hafi tilkynnt og fært sönnur á eign sína á hlutnum. Framsöl skulu ávallt rituð á hlutabréfin.

Hver hluthafi skal tilkynna félaginu utanáskrift sína og má senda til hans allar tilkynningar um félagsmálefni með þeirri utanáskrift. Láti einhver hluthafi hjá líða að skýra frá utanáskrift sinni ber félagið ekki ábyrgð á að tilkynningar berist sem félagið sendir.

Article 10

A change in the ownership of shares in the company does not take effects towards the company until its board of directors have been notified in writing.

The company´s board of directors holds a pre-emptive right of purchase to all available shares. If the company does not exercise this right, shareholders have a pre-emptive right to purchase to the shares in proportion to their shareholding. If a disagreement arises over the price of shares, the price shall be determined by the appraisal of two unbiased persons who shall be court-appointed for this task. The holder of a pre-emptive right of purchase has one month to exercise his pre-emptive right and the deadline shall be deemed as beginning from the date of the notification to the board of directors. Additionally, not more than two months may pass from a purchase being decided until the purchase price has been paid.

A change in the ownership because of inheritance is not subjected to the aforementioned rules on the pre-emptive right of purchase.

Pledging or giving away shares in the company is not permitted without the consent of the company´s board of directors.

Anyone wo acquires shares in the Company cannot exercise his rights as a shareholder unless his name has been registered in the Company´s Share Register or he has notified the board and proven his share ownership. All share transfers shall be notified on the issued shares.

Each shareholder shall notify the Company of where to direct correspondence addressed to him and the Company is permitted to direct all correspondence to that address. If a shareholder neglects to give such a notification the Company is not accountable if correspondence of any kind does not reach the shareholder.

11. gr.

Félagið má ekki veita lán út á hluti sína. Félaginu er heimilt að kaupa eigin hluti að því marki sem lög leyfa hverju sinni. Óheimilt er að neyta atkvæðisréttar fyrir þá hluti sem félagið á sjálft.

Article 11

The company may not grant loans against its shares. The company is authorized to purchase shares in the company to the extent provided for by law at any given time. Exercising the voting rights of the shares owned by the company is not permitted.

12. gr.

Hluthafi ver ekki ábyrgð á skuldbindingum félagsins fram yfir hlut sinn í félaginu.

Article 12

Shareholders shall not be responsible for the company´s commitments in excess of their shares in the company.

13. gr.

Æðsta vald í málefnum félagsins, innan þeirra marka er samþykktir þessar og landslög setja, er í höndum lögmætra hluthafafunda.

Rétt til setu á hluthafafaundum hafa hluthafar, umboðsmenn hluthafa og ráðgjafar hluthafa, endurskoðendur félagsins og framkvæmdastjóri, þótt ekki sé hluthafi.

Hluthafi getur látið umboðsmenn sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt og dagsett umboð. Umboð gildir aldrei lengur en í sex mánuði frá dagsetningu þess. Slíkt umboð má afturkalla hvenær sem er.

Hluthafa er heimilt að sækja fund ásamt ráðgjafa. Ráðgjafi hefur hvorki málfrelsi, tillögurétt né atkvæðarétt á hluthafafundum. Endurskoðandi og framkvæmdastjóri hafa fullt málfrelsi og tillögurétt á hluthafafundum þótt ekki séu þeir hluthafar.

Félagsstjórn getur boðið sérfræðingum setu á einstökum fundum, ef leita þyrfti álits þeirra eða aðstoðar.

Article 13

The supreme power in the affairs of the company, within the limits stipulated by these Articles and laws of the Republic of Iceland, is held by lawfully held shareholders meetings.

The right to attend shareholders´ meetings have shareholders, representatives of the shareholders and advisors of shareholders, the Company´s auditors and executive officer, although he is not a shareholder.

A shareholder can be represented at a shareholders meeting by the means of a written proxy. The representative shall produce a written and dated proxy. Such a proxy van be valid no longer than six months from the date of issue. Such a proxy can be cancelled at any time.

A shareholder is permitted to attend a shareholder´s meeting with an advisor. Advisor has neither freedom of speech, right to put forth proposals nor right to vote at a shareholders´ meeting. The Company´s auditors and executive officer enjoy a freedom of speech and the right to put forth proposals at a shareholder´s meeting although they are not shareholders.

The board of directors is permitted to invite specialists to specific meetings, if their opinion or assistance is requested.

14. gr.

Aðalfund skal halda fyrir lok ágúst ár hvert.

Félagsstjórn skal boða til aðalfundar með auglýsingu í a.m.k. einu útgefnu dagblaði eða á annan jafntryggan hátt. Auglýsingar um fundinn skulu birtar með minnst 7 daga fyrir vara og skal fundarefnis getið í fundarboði. Þeir hluthafar sem sérstaklega óska eftir því skulu boðaðir til aðalfundar með sérstakri tilkynningu þar um og skal senda þeim tilkynningu í ábyrgðarbréfi eða símskeyti með minnst 7 daga fyrirvara.

Aðalafundur er lögmætur ef hann er löglega boðaður og hann sækja hluthafar eða löglegir umboðsmenn þeirra sem hafa yfir að ráða að minnsta kosti helmingi af hlutafé í félaginu. Verði fundur ólögmætur vegna annmarka að þessu leyti eða öðru, skal boða til nýs fundar innan mánaðar með að minnsta kosti viku fyrirvara og skal þess getið í fundarboði að hann sé haldin í stað fyrri fundar. Verður hinn síðari fundur lögmætur til að fjalla um þau mál sem ræði átti á fyrri fundinum, ef fund sækir einn hluthafi eða fleiri eða umboðsmenn þeirra.

Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál:

  1. Stjórn félagsins skýrir frá rekstri félagsins og hag þess á liðnu starfsári.
  2. Efnahagsreikningur og rekstrarreikningur félagsins fyrir liðið starfsár skulu lagðir fram, ásamt skýrslu endurskoðanda til samþykktar.
  3. Ákvarðanir um meðferðferð hagnaðar eða taps og um arð og framlög í varasjóð.
  4. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins ef borist hafa.
  5. Ákvörðun skal tekin um greiðslur til stjórnarmanna og endurskoðanda á starfsárinu.
  6. Kosning stjórnar.
  7. Kosning endurskoðenda.
  8. Önnur mál sem löglega eru borin upp.

Ef hluthafar, sem ráða yfir minnt 1/3 hlutafjárins, krefjast þess skriflega á aðalfundi skal fresta ákvörðunum um málefni þau sem greinir í liðum b og c til framhaldsaðalfundar sem haldinn skal í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi tveimur mánuðum síðar. Frekari frests er ekki unnt að krefjast.

Article 14

The annual meeting shall be held before the end of August every year.

The board of directors shall convene the annual meeting by advertisement in a published newspaper or by any equally secure means. Advertisement convening the annual meeting shall be published at least with a 7 day notice and the agenda of the meeting shall be therein be stated. Shareholders who request it shall be convened to the annual meeting by a special notification thereof sent by registered mail or telegram with at least 7 day notice.

The annual meeting is legitimate if it is legally convened and is attended by shareholders who hold at least half of the total shares in the Company. If a meeting is illegitimate for the aforementioned reasons or any other reason, a new meeting shall be convened within one month with at least a week notice and stated that the meeting being convened is held in the prior meeting stead. The latter meeting is legitimate to conclude matters of the agenda of the prior meeting if it is attended by at one shareholder or more or their representatives.

The annual meeting shall address the following matters:

  1. The company´s board of directors shall report on the operation of the company and its economic situation in the past year of operation.
  2. The balance sheet and the profit and loss account of the company for the past year of operation shall be presented for acceptance together with the notes if any by the certified accountant.
  3. Decide the disposition of the profit or loss, and the dividend and contribution to Reserve fund.
  4. Proposals to change the Company´s Articles of Association if applicable.
  5. Decide on the remuneration of the members of the board of directors and Company´s accountants in the year of operation.
  6. The election of the board of directors.
  7. The election of the Company´s accountants.
  8. Discussion and voting on other issues that are lawfully presented.

If shareholders who hold a third or more of the total shares in the Company so demand in writing on an annual meeting decisions on points b and c shall be postponed and the meeting to be reconvened at the earliest one month later and two months later at the latest. The decision will not be postponed further.

15. gr.

Aukafundi skal halda eftir ákvörðun stjórnar eða að kröfu kjörins endurskoðanda eða hluthafa sem ráða að minnsta kosti 10% hlutafjár í félaginu. Skal krafan skriflega gerð og fundarefni tilgreint í fundarboði og fundur boðaður með sannarlegum hætti innan fjórtán daga.

Félagsstjórn skal boða til fundarins með auglýsingu í a.m.k. einu útgefnu dagblaði eða á annan jafntryggan hátt. Auglýsingar um fundinn skulu birtast með minnst 7 daga fyrirvara og skal fundarefnisins getið í fundarboði. Þeir hluthafar sem sérstaklega óska eftir því skulu boðaðir til aðalfundar með sérstakri tilkynningu þar um og skal senda tilkynningu í ábyrgðarbréfi eða símskeyti með minnst 7 daga fyrirvara.

Article 15

Extraordinary meetings shall be held according to the decision by the board of directors or if demanded by the elected accountant or shareholders controlling at least 10% of the share capital of the company. Such a demand shall be in writing and the agenda of the meeting shall be stated in the call to the meeting, and the meeting shall be called in a provable manner withing fourteen days.

The board of directors shall convene meeting by advertisement in a published newspaper or by any equally secure means. Advertisement convening meeting shall be published at least with a 7 day notice and the agenda of the meeting shall therein be stated. Shareholders who request it shall be convened to the annual meeting by a special notification thereof sent by registered mail or telegram with at least 7 day notice.

16. gr.

Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á hluthafafundi skulu komnar í hendur stjórnar eigi síðar en 7 sólahringum fyrir fund, til þess að þær verði teknar til umræðu.

Ef taka á til meðferðar á fundi tillögu um breytingar á samþykktum félagsins skal greina meginefni tillögunnar í fundarboði.

Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi, ef hann gerir um það skriflega kröfu til félagsstjórnar með það miklum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins, sem liggja skal frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis, ásamt aðaltillögum sem koma eigi til atkvæða, eigi skemur en 7 sólahringum fyrir fund.

Löglega frambornar viðauka- og breytingatillögur má bera upp á fundinum sjálfum, enda þótt þær hafi ekki áður legið frammi hluthöfum til sýnis.

Mál sem ekki hafa verið greind í dagskrá er ekki hægt að taka til endanlegrar úrlausnar á hluthafafundi nema með samþykki allra hluthafa í félaginu, en gera má um þau ályktun til leiðbeiningar fyrir félagsstjórn.

Article 16

Proposals requested by the shareholders to be taken for consideration at a shareholders´ meeting have to be delivered to the Company´s board of directors at the latest 7 days before the meeting.

For proposals regarding amendments of the Articles of Association of the Company to be taken under consideration, the main subject of the motion shall be specific in a notice to a meeting.

Each shareholder is entitled to have certain matters taken for consideration at a shareholders´ meeting if he submits a request in writing relating thereto to the Company´s board of directors at such advance notice that it is possible to introduce the matter along with the main proposition to the agenda of the meeting which shall be accessible to the shareholders at the Company´s office at least 7 days before the meeting.

Lawfully presented supplements or amendments to the proposals may be suggested at the meeting, although they have not been accessible to the shareholders before the meeting.

A final decision on matters that have not been specified in an agenda may not be made at a shareholders´ meeting unless it meets the approval of all the Company´s shareholders, but a resolution thereon may be made as a guidance for the Company´s board of directors.

17. gr.

Hluthafafundum stjórnar fundarstjóri sem fundurinn kýs, og tilnefnir hann fundarritara með samþykki fundarins. Fundarstjóri skal leysa úr öllum atriðum sem snerta lögmæti fundarins samkvæmt samþykktum þessum, ákveður form umræðna, meðferð málefna á fundinum og atkvæðagreiðslur.

Article 17

A Chairman elected by a Shareholders´ Meeting will direct the meeting and appoint a Secretary with the shareholders´ consent. The Chairman shall resolve all disputes concerning lawfulness of the meeting in accordance with the Company´s Articles of Association, decide on the process of debates, procedures of the matters and voting.

18. gr.

Fundarritari heldur fundargerðarbók. Í fundargerðarbók skal skrá ákvarðanir hluthafafundar ásamt úrslitum atkvæðagreiðslna. Skrá yfir viðstadda hluthafa og umboðsmenn þeirra skal lesa upphátt fyrir fundarlok og skrá þar athugasemdir sem fram koma. Fundarstjóri og fundarritari skulu undirrita fundargerð.

Í síðasta lagi fjórtán dögum eftir hluthafafund skulu hluthafar eiga aðgang að fundargerðarbók eða staðfestu endurriti fundargerðar á skrifstofu félagsins.

Skráðar fundargerðir skulu vera full sönnun þess sem gerst hefur á fundinum.

Article 18

The secretary keeps a book of minutes of meetings. In the book shall be noted decisions of shareholders meetings a long with the results of votes. Register of shareholders who attend meetings and their representatives shall be read out loud before the end of a meeting and register therein comments which are set forth. The chairman and secretary of a meeting shall both sign minutes of a meeting.

At latest fourteen days after shareholders meeting a shareholder shall have access to the minutes of the meeting at the offices of the Company.

The written minutes of meetings shall constitute a full proof of what occurred at a meeting.

19. gr.

Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé.

Á hluthafa fundi ræður afl atkvæða úrslitum, nema öðruvísi sé mælt fyrir í samþykktum þessum eða landslögum. Nú verða atkvæði jöfn við kosningar í félaginu og skal þá hlutkesti ráða úrslitum.

Atkvæðagreiðslur skulu jafnan vera skriflegar, ef einhver fundarmanna krefst þess.

Samþykki allra hluthafa þarf til þess að:

  1. að skylda hluthafa til að leggja fram fé og annað til félagsþarfa fram yfir skuldbindingar sínar.
  2. b. að takmarka heimild manna til meðferðar á hlutum sínum.
  3. c. að breyta ákvæðum samþykkta um forréttindi, um atkvæðisrétt og um hlutdeild manna í félaginu eða jafnrétti milli þeirra.

Article 19

In a Shareholders´ meeting each share with a nominal value of one króna will carry one vote.

A plurality of the votes decides issues except otherwise provided in these Articles of Association or Icelandic laws. If the vote is cast equal a toss-up rule shall determine the result.

The voting shall be in writing if requested by any person attending the meeting.

The consent of all shareholders shall be required in order to make valid resolution for the following matters:

  1. Obligating shareholders to provide funds or anything else for company needs in excess of their commitments.
  2. Limiting persons´ authorization for disposition of their shares.
  3. Amending the provisions of these Articles of Associations regarding privileges, right to vote and persons´ shareholding in the company or equality between them.

20. gr.

Stjórn félagsins skal skipuð þremur til fimm mönnum, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn ásamt allt að tveimur varamönnum. Um hæfi þeirra fer að lögum. Stjórnarkjör skal jafnan vera skriflegt ef tillögur koma fram um fleiri menn en kjósa skal.

Stjórnin kýs sér formann úr sínum hópi og skiptir að öðru leiti með sér verkum eftir því sem þurfa þykir.

Article 20

The company´s board of directors shall consist of three to five persons who shall be elected at the annual meeting for a one year term at a time along with up to two reserve board members. The eligibility of board members is subject to Icelandic law. Vote to the board shall be in writing if more candidates are for the posts than are available.

The board elects the chairman out of the elected board members and divides responsibilities as they see fit.

21. gr.

Formaður stjórnar boðar til stjórnarfunda og skal halda þegar formaður telur þess þörf. Hver stjórnarmaður getur krafist stjórnarfundar. Einnig getur framkvæmdastjóri krafist stjórnarfundar. Þegar stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri krefst stjórnarfundar er stjórnarformanni skylt að boða til fundar. Stjórnarfundir eru lögmætir ef meirihluti stjórnarmanna sækir fund. Á stjórnarfundum þarf samþykki meirihluta atkvæða svo tillaga teljist samþykkt.

Halda skal fundargerðir um stjórnarfundi og rita staðfesta þær með þær með undirritun sinni.

Article 21

The chairman of the board of directors shall call the board meetings when deemed necessary. Any board member may demand a board meeting. Additionally, the managing director may demand a board meeting. If a board member or managing director demands a board meeting the chairman is obligated to convene such a meeting. Board meetings are deemed as lawful if attended by at least a majority of board members. The consent of the majority at board meetings is required for proposals being considered as accepted.

Minutes shall be written at board meetings and signed by board members.

22. gr.

Stjórn félagsins stýrir öllum málefnum félagsins milli hluthafafunda og gætir hagsmuna þess gagnvart viðskiptavinum þess og öðrum.

Stjórn félagsins ræður framkvæmdastjóra og ákveður starfskjör hans.

Undirskriftir tveggja stjórnarmanna skuldbinda félagið.

Einungis félagsstjórn getur veitt prófkúruumboð fyrir félagið.

Að öðru leyti fer um ábyrgð, vald og störf skv. lögum.

Article 22

The company´s board of directors are responsible for all affairs of the company between shareholders meetings and shall safeguard its interest towards its customers and others.

The company´s board of directors shall hire a managing director and shall decide his terms of employment.

Signature of two of the board members bind the company.

Only the board can grant the power of procuration for the company.

In other matters the board´s responsibility, power and activities is dictate by law.

23. gr.

Framkvæmdastjóri getur verið einn stjórnarmanna. Hann hefur með höndum stjórn á daglegum rekstri félagsins og kemur fram fyrir þess hönd í öllum málum sem varða daglegan rekstur þess og skal í þeim efnum fara eftir stefnu og fyrirmælum stjórnar.

Framkvæmdastjóri sér um reikningshald og ráðningu starfsliðs í samráði við stjórn. Framkvæmdastjóra ber að veita stjórnarmönnum og endurskoðendum allar upplýsingar um daglegan rekstur félagsins sem þeir kunna að óska og veita ber samkvæmt lögum.

Article 23

The managing director may be one of the members of the board of directors. He is responsible for the daily operation of the company and represents it in all matters pertaining to its daily operation and shall in that capacity be bound by instructions and policy set by the board.

The managing director is responsible for the accounting and the recruitment of personnel in cooperation with the board. The managing director shall provide the members of the board of directors and the certified accountants/auditors with any information about the company´s operation that they may wish and should be provided according to law.

24. gr.

Á aðalfundi skal kjósa einn eða fleiri löggilta endurskoðendur (eða skoðunarmenn). Þeir skulu fara yfir reikninga félagsins fyrir hvert starfsár og leggja niðurstöðu sína fyrir aðalfund. Endurskoðendur má ekki kjósa úr hópi stjórnarmanna eða starfsmanna félagsins.

Article 24

The annual meeting shall elect one or more certified accountants (or auditors). They shall inspect the company´s accounts for every year of operation and shall present their conclusions to the annual meeting. The accountants may not be elected from amongst the members of the board of directors or the company´s employees.

25. gr.

Starfsár og reikningsár er almanaksárið. Stjórnin skal hafa lokið gerð ársreiknings og lagt fyrir endurskoðendur eigi síðar en einum mánuði fyrir aðalfund.

Article 25

The year of operation and accounting year is the calendar year. The board of directors shall have completed the annual accounts and present them to the certified accountants not later than one month prior to the annual meeting.

26. gr.

Félaginu er heimilt að kaupa eigin hluti að því marki sem lög leyfa. Hluti getur félagið aðeins eignast samkvæmt heimild hluthafafundar til handa félagsstjórn. Heimildin verður aðeins veitt tímabundið og ekki til lengri tíma en átján mánaða.

Article 26

The Company is permitted to purchase own shares within the limit of the law. The Company can only acquire shares with explicit authorization from a shareholders meeting towards the board of directors. Such authorization shall be temporary and shall never be valid for a longer than eighteen months.

28. gr.

Samþykktum þessum má breyta á lögmætum aðalfundi eða aukafundi með meira en 2/3 hlutum greiddra atkvæða, svo og með samþykki hluthafa sem ráða yfir meira en 2/3 hlutum af því hlutafé í félaginu sem farið er með atkvæði fyrir á fundinum, enda sé annað atkvæðamagn ekki áskilið í samþykktum eða landslögum.

Article 28

These Articles of Association may be amended at lawfully held annual meetings or extraordinary meetings with 2/3rd of the votes cast, as well as with the consent of shareholders controlling over 2/3rd of the share capital of the company that is represented at the meeting, provided another weight of votes is not required according to these Articles of Association of by law.

29. gr.

Með tillögur um slit og skipti á félaginu, svo og um samruna þess við annað félag eða önnur félag, skal fara sem um breytingar á samþykktum þessum. Þarf atkvæði hluthafa sem ráða meira en 2/3 hlutum af heildarhlutafé félagsins til að ákvörðun um slit sé gild. Sama gildir um ákvarðanir um sölu á öllum eignum félagsins.

Hluthafafundur, sem tekið hefur löglega ákvörðun um slit eða skipti félagsins, skal einnig ákveða ráðstöfun eigna og greiðslna skulda, sbr. XIII. kafla laga nr. 2/1995 um hlutafélög.

Ákvarðanir um samruna eða sameiningu við annað félag eða önnur félög, breytingu félagsins í einkahlutafélag eða skiptingu þess skulu teknar í samræmi við ákvæði XIV. kafla laga nr. 2/1005 um hlutafélög.

Article 29

Proposals on dissolving or dividing up the company, as well as on its merger with another company or companies shall be addressed as amendment to these Articles of Association. The votes of shareholders controlling over 2/3rd of the total share capital of the company are required for a decision on dissolving the company being valid. Same applies to decision regarding sales of all the Company´s assets.

A shareholders meeting that has entered into a lawful decision on dissolving or dividing up the company shall also determine the disposition of assets and the payment of debs in accordance with Chapter XIII. Of Act No. 2/1995 on Limited Liability Companies.

Decisions merger with another company or companies, the conversion of the Company to a private limited liability company or dividing the Company shall be taken in accordance with Chapter XIV. of Act No. 2/1995 on Limited Liability Companies.

30. gr.

Ef einhver mismunur er í samþykktum þessum á milli íslenska textans og enska textans, skal íslenski textinn ganga framar.

Article 30

If there is any difference between the Icelandic text and the English text, the Icelandic text shall prevail.

31. gr.

Þar sem ákvæði samþykkta þessara segja ekki til um hvernig með skuli farið, skal hlíta ákvæðum laga nr. 2/1995 um hlutafélög og öðrum lagaákvæðum þar sem við á.

Article 31

In instances where the provisions of these Articles do not stipulate the disposition of matters, the provisions of the Act No. 2/1995 on Limited Liability Companies shall prevail, as well as other provisions of law that may apply.

Þannig samþykkt á hluthafafundi, þann 13. Sept. 2018

Thus adopted at a shareholders meeting, on the 13th of Sept. 2018