Öryggisstefna

Markmið:
Það er stefna Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. („ÚR“) að tryggja starfsmönnum öruggt starfsumhverfi á starfsstöðvum félagsins. Stjórnendur og starfsmenn félagsins skulu markvisst leitast við að fyrirbyggja þær hættur sem kunna að steðja að heilsu, öryggi og vellíðan starfsmanna, verktaka og annara aðila sem koma að starfsemi fyrirtækisins.

Ábyrgð stjórnenda:
Stjórnendur ÚR munu útvega og viðhalda:

– Öruggu starfsumhverfi á starfsstöðvum félagsins.
– Öryggisfatnaði og áhöldum fyrir starfsmenn.
– Öryggis- og gæðastjórnunarkerfum á hverri starfsstöð.

Stjórnendur ÚR skulu sjá til þess að starfsmenn fái aðgang að öllum nauðsynlegum upplýsingum, kennslu og þjálfun til að geta unnið störf sín á sem öruggastan máta. Stjórnendur skulu einnig vinna að umbótum vegna athugasemda sem berast í tengslum við öryggis og heilbrigðismál starfsmanna.

Ábyrgð Starfsmanna:
Starfsmönnum ÚR er skylt að:

– Fara eftir öllum öryggisreglum sem settar eru í þeim tilgangi að minnka líkur á slysum og skemmdum.
– Fara eftir ábendingum og tilmælum yfirmanna í tengslum við öryggismál.
– Nota þann öryggisbúnað sem fyrirtækið útvegar starfsmönnum.
– Tilkynna öll slys og nær slys til sinna yfirmanna.
– Tilkynna slysahættu og yfirvofandi hættuástand á vinnustað til yfirmanna.

Starfsmönnum er með öllu óheimilt að vera undir áhrifum áfengis eða vímuefna þegar til vinnu er komið.

Framkvæmd:
Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. stefnir að því að allir starfsmenn félagsins verði öryggisfulltrúar sem geri stjórnendum og yfirmönnum viðvart um þau atriði sem betur megi fara eða hætta stafi af, með það að markmiði að fækka vinnuslysum eins og kostur er á.

Samþykkt af stjórn Útgerðarfélags Reykjavíkur hf.
29.3.2022