Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. (ÚR) hélt lokað útboð á skráðu skuldabréfi félagsins UR 151124, til þessa að stækka skuldabréfaflokkinn. Samtals bárust tilboð að nafnvirði 900 milljónir króna, sem var öllum tekið. Ávöxtunarkrafa í útboðinu var 8,10% sem jafngildir 1,05% álagi á ríkisbréf.
Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR: „Við hjá ÚR erum afar þakklát fyrir þann mikla áhuga og traust sem fjárfestar hafa sýnt félaginu.“
Nánari upplýsingar veitir:
Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri, í síma 580-4200 eðarvg@urseafood.is